Þjónusta fyrir fyrirtæki

Regluleg þrif

Hreint og notalegt vinnuumhverfi er nauðsynlegt fyrir öll starfandi fyrirtæki en erfitt getur verið að viðhalda hreinlæti. Við getum hjálpað! Við bjóðum upp á heildarlausnir og útfærum verkferla eftir óskum og þörfum viðskiptavina okkar. Reglubundin þrif sýna fram á að metnaður er lagður í hreinan og heilsusamlegan vinnustað.

Gluggaþvottur

Gluggar eru það fyrsta sem fólk sér þegar það mætir á skrifstofuna, í verslunina o.s.frv. og því mikilvægt að gæta að því að gluggar/gler séu hreinir og endurspegli ásýnd og ímynd fyrirtækja. Það getur reynst erfitt að halda gluggum hreinum en ef þeir eru þrifnir reglulega er mun auðveldara að viðhalda þeim og verja gegn ýmiskonar veðri.

Teppahreinsun

Stór teppalögð svæði geta auðveldlega orðið skítug og blettótt sérstaklega ef mikil umferð er á svæðinu daglega. Það getur reynst erfitt að halda teppum hreinum, en með reglulegum þrifum er hægt að viðhalda ástandi og ásýnd teppa mun lengur. Hér kemur reynsla okkar að góðum notum sem og þau tæki sem við notum í okkar þrifum. Mundu að hér skiptir sköpum að þrifin séu regluleg!

Ertu að leita að faglegum og vönduðum þrifum?