Þjónusta fyrir húsfélög
Regluleg þrif
Sameign tilheyrir öllum íbúum og oft getur reynst erfitt að skipuleggja regluleg þrif. Hver hefur ekki lent í því að gleyma að þrífa sameignina eða það standi illa á og ekki er hægt að standa við sínar skuldbindingar. Við bjóðum upp á heildarlausnir í þrifum á sameignum t.d. stigagangi, kjallara, þvottahúsi, hjólageymslu o.s.frv. og auðveldum íbúum lífið.
Gluggaþvottur
Að halda rúðum og glerflötum hreinum getur reynst afar erfitt og þá sérstaklega ef fletirnir eru hátt uppi og gæta þarf öryggis við þrif. Þjónusta okkar hefur engar hæða- eða stærðatakmarkanir. Við bjóðum upp á faglega þjónustu sem sniðin er að þörfum viðskiptavina, hvort sem það er samningur um gluggaþvott með reglulegu millibili eða stakur gluggaþvottur.
Teppahreinsun
Teppi í stigaganga er góður valkostur en erfitt getur reynst að halda þeim hreinum, sérstaklega að vetri til. Við leggjum til að teppi séu djúphreinsuð árlega eða oftar. Að djúphreinsa teppi reglulega hjálpar til við að viðhalda gæðum teppisins, fjarlæga bletti og óhreinindi og eyða óæskilegri lykt.