Um okkur
Við erum ungt fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á fagleg þrif sem sniðin eru að þörfum viðskiptavina okkar.
Við tökum að okkur ýmis verkefni, stór sem smá, hvort sem það eru regluleg heimilisþrif, flutningsþrif, teppahreinsun eða gluggaþvottur og þjónustum einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög.
Við höfum öðlast reynslu og þekkingu í gegnum árin með því að vinna fyrir önnur ræstingarfyrirtæki. Með reynsluna að leiðarljósi ákváðum við að stofna okkar eigið fyrirtæki og leggja aðaláherlsu á gæði og framúrskarandi þjónustu. Traust og góð samskipti skipta okkur miklu máli er kemur að okkar viðskiptavinum, sem gæti jafnvel verið þú 😊
Við notum einungis gæða- og umhverfisvottaðan búnað og vörur í okkar þrifum því það skiptir okkur máli að nota árangursríkar vörur og um leið huga að því að vernda plánetuna okkar. Endilega skoðaðu þjónustuna okkar og við finnum lausnir sem falla að þínum óskum.